Svaraðu átta spurningum og þú gætir unnið vegleg peningaverðlaun – Nýr spurningaþáttur í loftið í haust

Sagafilm leitar að áhugasömu og hressu fólki til að taka þátt í nýjum spurningaþætti í sjónvarpi sem hefur göngu sínu í haust.  Leikurinn er einfaldur.  Það eina sem þátttakendur þurfa að gera  er að svara átta spurningum og eiga þannig möguleika á að vinna sér inn vegleg peningaverðlaun.

 Við leitum af pörum af öllu tagi, vinnufélögum, bestu vinum , feðgum, mæðgum, systkinum, frændum, frænkum og í raun öllum tvímenningum sem þekkjast vel og hafa löngun, getu og vilja til að svara almennum spurningum um allt milli himins og jarðar í sjónvarpssal.  Almenn þekking og ástríða fyrir dægurmálum, menningarmálum, íþróttum og fleiru getur fleytt keppendum í átt til sigurs.

Áhugasamir geta sent tölvupóst á thattakendur@sagafilm.is  með nafni, mynd og símanúmeri ásamt stuttri lýsingu á umsækjendum . 

Skráningu líkur á miðnætti föstudaginn 27. September.  Einnig eru allar ábendingar um spennandi þátttakendur í þetta skemmtilega verkefni vel þegnar.

Hik er sama og tap.  Láttu slag standa og þú gætir gengið í burt með fulla vasa fjár.

Hér getur þú fundið facebook síðu Sagafilm

SHARE