Gaman er að fylgjast með tískustraumum og sjá nýtt á nálinni í förðunartískunni. Núna er nýjasta æðið svartur varalitur, hvað er málið með það? Ég er ekki alveg að skilja hvernig hin venjulegu kona út í bæ ætti að vilja vera með svartar varir og enda á að líta út eins og Goth diva. Þetta er að sjálfsögðu markaðssett fyrir sérstakar týpur sem bera hvaða lit sem er og þá oftast þessar ungu stúlkur sem eru með stórar varir sem bera svona dökka liti.
Dökkir litir minnka og mjög varasamir fyrir þunnar varir.
Þannig stelpur og konur, ekki helta alla tískustrauma heldur finna það sem hentar ykkur og notfæra sér ráðgjöf hjá fagfólki og aldrei prófa meira en einn lit í einu, varirnar smitast af fyrsta lit og gefa ekki réttan litatón á þeim næsta sem prófaður er.