Hnúfubakar eru konungar undirdjúpanna og það dýr sem getur lagt lengstu vegalengdirnar að baki, en hnúfubakar ferðast venjulega um 5000 kílómetra á hverju ári í tengslum við fengitímann.
Er nema von að hnúfubakar verði þá uppgefnir á sprettinum.
Þetta stórmerkilega myndband, sem sjá má hér að neðan, tók hafrannsóknarmaðurinn Kieran Bown meðan á starfsleiðangri hans um Karabíahafið stóð fyrr á þessu ári. Allt hófst þetta með því að Kieran og samstarfsfélagar hans sáu tröllvaxinn hvalsporð narta við yfirborð sjávar úr fjarlægð.
Í fyrstu óttaðist hópurinn hið versta; að hvalurinn væri annað hvort særður eða dauður, en við nánari athugun og þegar nær dró kom í ljós að hvorugt átti við rök að styðjast.
Tröllvaxinn hnúfubakurinn var einfaldlega örmagna.
Kieran sagði í viðtali við vefritið Dodo að hnúfubakurinn hefði verið magnaður ásýndar undir yfirborði sjávar:
Hann var steinsofandi og hvíldi lóðréttur undir yfirborði sjávar meðan hreyfingarlaus sporðurinn daðraði við sjávarröndina. Þar sem hvalurinn sjálfur var svona pollslakur hafði sporðurinn runnið út á hlið og gengdi hlutverki jafnvægisstangar á yfirborðinu. Hvalurinn var gríðarlega friðsæll að sjá úti á miðju ballarhafi og bærði vart á sér meðan við flutum nærri honum og rannsökuðum þennan magnþrungna risa.
Útbúinn GoPro myndavél og köfunarbúnaði, fór Kieran undir yfirborð sjávar í þeim tilgangi að fá betri mynd af hvalnum. Í heilar tíu mínútur hélt hvalurinn áfram að hvílast án þess að bæra á sér þar til hún rumskaði að lokum, til að ná andanum.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.