Svefnvandamál á meðgöngu – Kannast þú við þetta?

Já, þegar við verðum óléttar margfaldast oftast ástæðurnar fyrir því að það verður erfiðara að fá góðan nætursvefn en að raka á sér fæturnar þegar líður á meðgönguna!  Nokkur algeng vandamál sem geta orsakað svefnvesen á meðgöngu.

Vandamál  #1: Meltingin
Það er rétt að átta sig á því að meðgangan umturnar meltingarkerfi líkamans. Það verður allt hægara vegna þess að líkaminn þarf að ná til sín öllum næringarefnunum. Þetta veldur oft á tíðum hægðartregðu og miklum loftgangi og þar að auki brjóstsviða og bakflæði sem er mjög óþægilegt. Auðvitað getur þú fengið þér blund sitjandi í stól en ef læknirinn þinn er því samþykkur ættirðu að athuga um viðeigandi lyf.

Vandamál  #2: Svefnstöður
Það getur reynst erfitt að finna þægilega svefnstöðu. Þegar kviðurinn fer að þenjast út geturðu ekki sofið á maganum og ekki geturður sofið á bakinu en það er mælt með að þú sofir á vinstri hlið.(Það auðveldar blóðflæði til fylgunnar). Ef þú ert vön að sofa á bakinu eða maganum mun taka dálítinn tíma fyrir þig að venja þig á að sofa á hliðinni.

Þú skalt bara ná þér í kodda mannsins þíns og stinga honum undir belginn til að styðja við hann. Það er ágætt fyrir hann að leggja þetta til málanna því að ekki getur hann borið barnið! En án gamans skaltu bara nota þá kodda sem hjálpa þér að finna betri stöðu. Ef til vill þarftu að kaupa viðbótarkodda en þú vissir auðvitað að það kostar að eiga barn.

Vandamál #3: Þessir fráleitu óléttudraumar!
Erfiðir draumar valda heilmiklum svefntruflunum. Mikil streita getur fylgt meðgöngu og draumarnir geta orðið tómt rugl. Mig dreymdi t.d. einu sinni þegar ég gekk með barnið mitt að það vantaði húðina á barnið mitt.  Í annað skipti dreymdi mig að ég var að leggja barnið á brjóst og það gekk eitthvað illa og þega ég leit á barnið sá ég að það var með gogg í staðinn fyrir munn. Þú skalt ekki taka neitt mark á þessum rugldraumum. Þeir eru partur af pakkanum!

Vandamál #4: Sinadráttur í fótunum
Ef þú vaknar oft við slæman sinadrátt skaltu tala við lækninn þinn. En þú skalt líka teygja, setja hita á fótleggina og nudda þá létt.  Og svo reynirðu að sofna aftur!

Vandamál  #5: Klósettferðir
Það er ekkert lát á klósettferðunum þó að um miðja nótt sé. Sístækkandi barnið þrýstir á blöðruna og þess vegna eru allar þessar klósettferðir. Mundu að pissa áður en þú ferð að sofa og hafðu dauft ljós á svæðinu svo að þú hrasir ekki um eitthvað í dimmunni. Ekki bætir það stöðuna að detta og meiða sig!

Vanamál  #6: Partý í vömbinni
Það getur verið snúið upp á svefninn að vera með partýljón innan í sér!  Það er ekki nóg með að barnið sparki og snúi sér alla nóttina heldur er það líka með hiksta. Þú hefur ýmis ráð seinna meir þegar kemur að partýjum á nóttinni en meðan barnið er inni í þér getur þú nákvæmlega ekkert gert.

Ef svefnvandamálin eru alvarleg ættirðu að ræða það við lækninn þinn. Stundum nægir að fá veikt ofnæmislyf sem gerir mann syfjaðan en taktu ekkert án þess að ráðfæra þig við lækni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here