Sveitabrauð

Þetta æðisgengna brauð kemur frá Matarbloggi Önnu Bjarkar. 

Sveitabrauð

25 gr. smjör
2 msk. fljótandi hunang
3 dl vatn
300 gr. hveiti
100 gr. kornblanda ( frá Líf)
100 gr. hveiti fyrir brauð og pizzur (Kornax blár pakki)
Tæplega 2 tsk. þurrger
1 1/2  tsk. salt
1 egg, þeytt
Korn og fræ til að setja ofaná brauðið

Aðferð:

Smjör, vatn og hunang er hitað í potti, svo smjörið bráðni. Kælt í líkamshita. Hveiti, korni, geri og salti hrært saman í skál, með sleif, þá er deiginu hvolft á borðið og það hnoðað í 10 mínútur, eða þar til það verður teygjanlegt. Þá er það sett í olíusmurða skál og olíuborin plastfilma breidd yfir og deigið látið hefast á volgum stað í 2 tíma, eða þar til það er tvöfalt að stærð.
Deiginu er hvolft úr skálinni á hveitistráð borð og það hnoðað upp. ¼ af deiginu er tekinn frá og báðir hlutar eru mótaðir í kúlur, sá minni er settur ofaná þann stærri, og þær settar á ofnplötu með bökunarpappír á.
Sleifarskaft er nuddað vel með hveiti og því stungið á botn í miðjuna á deigkúlunum og skaftið svo snúið uppúr. Þetta er gert til að kúlurnar festist saman.179
162
Deigið er hulið með olíuborinni plastfilmu og látið hefast í um 45 mínútur.
Þá er deigið smurt með þeyttu eggi og kornum og fræjum dreift ofaná, nokkrir skurðir skornir huggulega í deigið.
Ofninn er hitaður í 220°C með ofnskúffu í botninum á ofninum með tómu kökuformi í (ekki lausbotna) og ofngrindin þar fyrir ofan. Um leið og þú setur brauðið í ofninn er 1 bolla af vatni hellt í kökuformið svo það myndist gufa í ofninum, til að gera skorpuna á brauðinu ennþá betri. Brauðið er bakað á 220°C í 20 mínútur, þá er hitinn lækkaður í 180°C og bakað áfram í 30 mínútur. Látið kólna á grind í minnst 30 mínútur.
Verði þér að góðu

Smelltu endilega einu like-i á Facebook síðu Önnu Bjarkar

 

SHARE