Þessi súpa er alveg kjörin til að hafa á aðfangadag sem forrétt. Uppskriftin kemur frá matar sérfræðingunum á Matarlyst.
2 box sveppir (500 g) skornir niður
1 laukur skorinn niður
3 hvítlauksrif
1 líter vatn
1 líter mjólk
½ l rjómi
5-6 knorr grænmetisteningar
3 tsk sjávarsalt
1 -1 ½ tsk svartur nýmalaður pipar
1-1 ½ tsk chili explosion
½ til 1 tsk cayanne pipar
Smjör 3-4 msk til að mýkja upp úr
Þykki súpuna með því að setja í krukku með lokin 1 dl hveiti og 1 ½ dl vatn. Hristi saman og læt út í súpuna í gegnum sigti.
Aðferð
Setjið smjör í pott bræðið, bætið út í pottinn niðurskornum sveppum, skornum lauk og pressuðum hvítlauk mýkið um stund ca 5 mín. Bætið út í vatni, mjólk, rjóma ásamt teningum og kryddi. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið súpuna krauma í 15-20 mín. Maukið súpuna með töfrasprota, smakkið til með kryddum og tening ef þarf. Setjið aftur á helluna, hellið í gegnum sigti hveitiblandinu til að þykkja súpuna hitið á miðlungs hita í u.þ.b 5 mín.