Sveppasýkingar, magaverkir, höfuðverkir, brjóstsviði, bjúgur og fleira úr sögunni?

Eplaedik er víst náttúrulegt kraftaverkaefni. Hún.is kannaði málið og komst að því að það er hægt að nota eplaedik á hinn ótrúlegasta hátt.

Inni á síðu Heilsubótar stendur þetta:

Eplaedik styrkir ónæmiskerfið og þarmaflóruna og heldur því í jafnvægi. Ónæmiskerfið er að mestu leiti í meltingakerfinu, ef þarmaflóran er í ójafnvægi endar það með magavandamálum og svo lélegu ónæmiskerfi. Með lélegu ónæmiskerfi og meltingarkerfi eru meiri líkur á sveppasýkingum, ofnæmi, húðvandamálum, gigt, síþreytu, höfuðverk og lítið mótefni gegn gangandi pestum. Eplaedik virkar mjög basískt á líkamann þrátt fyrir súrt bragð og jafnar því út sýsustig líkamans sem virkar vel gegn brjóstsviða, bjúgsöfnun og húðvandamál. Of hátt sýrustig veldur ójæfnvægi í þarmaflórunni , húðvandamál skapast oft vegna ójafnvægis í þarmaflórunni ásamt margra aðra kvilla og því skiptir miklu máli að hafa þarmaflóruna og ónæmiskerfið í jafnvægi. Eplaedik brýtur einnig niður slímmyndun og styrkir virkni líffæra eins og þvagblöðru, lifur og nýru.

Fyrir betri meltingu og ónæmiskerfi er gott að drekka 1-2 msk af eplaedik blandaða í vatn (heitt eða kalt) 2 sinnum á dag ásamt tsk af hunangi til að bragðbæta, einnig inniheldur hunang mikið af næringarefnum. Ef um vandamál er að ræða má auka skammtinn í 3-4 mtsk 2 sinnum á dag eða 2 mtsk 4 sinnum á dag. Einnig er gott að bera útvortis á húð t.d við húðvandamálum, sárum (berið júgursmyrsl á sárið fyrst), bólgum, gigt, tognun liðamóta og við sveppasýkingum. Við fótasvepp er hægt að blanda ediki í bala fullan af vatni og fara í fótabað. Ef húðin er viðkvæm væri sniðugt að bæta við smá vatn og olíu.

Sjá einnig: Sveppasýking í húð

Hér að neðan eru líka fleiri ráð og nánari leiðbeiningar hvernig best er að nota eplaedikið

Hvítari tennur

Notaðu eplaedik í stað munnskols á morgnana. Eplaedikið fjarlægir bletti, lýsir tennurnar og drepur bakteríur í munninum og ekki síst í tannholdinu.

Magaverkir

Ef þú ert með slæmar bakteríur í maganum getur verið að þú fáir stundum magaverki og jafnvel niðurgang. Ef þú tekur eins og eina skeið af eplaediki út í vatn þá mun það hafa mjög góð áhrif á magann. Þeir sem sérhæfa sig í því að búa til remedíur segja meira að segja að eplaedik innihaldi pectín sem getur lagað magakrampa.

Meltingartruflanir

Ef þú átt við meltingartruflanir að stríða þá er mjög gott að setja eina teskeið af edikinu og eina teskeið af hunangi út í heitt vatn og drekka eitt glas af því hálftíma áður en þú borðar.

Hiksti

Taktu eina teskeið af eplaediki til að losna við hiksta.

Krampar í fótum á nóttunni

Ef þú færð gjarnan krampa í fæturnar á nóttunni þá er eplaedik lausnin við því líka. Fáðu þér tvær matskeiðar af edikinu og örlítið hunang í glas af vatni og þú munt ekki fá krampa þá nóttina.

Sjá einnig: Sykurlausir gosdrykkir – Hvað erum við að drekka?

Stíflað nef

Ef þú ert með stíflað nef, blandaðu þá einni teskeið af eplaediki í vatn og drekktu. Það hjálpar til við að losa stíflur í ennis- og kinnholum.

Særindi í hálsi

Um leið og þú finnur fyrir særindum í hálsinum teygðu þig þá í flöskuna með eplaedikinu. Blandaðu til helminga edikið og heitt vatn og skolaðu hálsinn á klukkustundarfresti. Það mun bókað bera tilskilinn árangur.

Ef þú vilt létta þig

Ef þú ert að reyna að létta þig þá eru tvær teskeiðar af eplaediki út í hálfan líter af vatni og settu í brúsa. Þú getur drukkið af þessu yfir allan daginn eða bara allt í einu.

Fótsveppir

Eplaedikið er líka snilld við fótsveppum. Þú setur bara hálft glas af eplaediki í bala með heitu vatni og ferð í fótabað.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here