Svínaloka

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. 

Til að útbúa þennan rétt þarftu dágóðan tíma.

Brauðið þarf að hefast vel og kjötið þarf að malla í ofninum í nokkra klukkutíma.

Þetta er algerlega fyrirhafnarinnar virði og seður svöngustu maga.

Brauðbollu uppskriftina finnurðu hér.

Uppskriftin er fyrir 6.

Svínaloka

KJÖT

  • 1 kg svínahnakki
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk svartur pipar, nýmalaður
  • 2 tsk reykt paprikuduft, sætt

SÓSA

  • 2 dl tómatsósa
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 4 msk sojasósa
  • 2 msk Worchestershire sósa
  • 1 tsk reykt paprikuduft, sætt

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 3 klst

Hitaðu ofninn í 160°C.

Taktu svínakjötið og helttu ólífuolíunni yfir það og nuddaðu salti, pipar og papriku vel inn í kjötið. Settu í eldfast mót og lokaðu því með álpappír, eða í ofnpott með loki.

Settu í ofninn og steiktu í 3 klst eða þar til kjötið dettur í sundur.

Taktu þá kjötið út og rífðu það í sundur með gaffli.

Búðu til sósuna; settu allt hráefnið í pott og láttu malla í um 10 mínútur.

Helltu sósunni yfir kjötið.

Berðu fram með hamborgarabrauði, stökku hrásalati, fersku grænmeti og kartöflubátum.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE