Svitablettir undir höndum úr sögunni með Oui Oui

Þetta er snilld.

OuiOui Undir Arm Púðar eru framleiddir fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir að blettir myndast í fatnaði. Púðarnir eru límdir í handarkrikann í innanverðan fatnaðinn og sjást því ekki. Þeir eru lyktarlausir en draga í sig gott magn af vökva. Það eru ekki allir sem þurfa að glíma við þetta en þú hefur örugglega séð bletti eða fundið lykt af vini eða samstarfsfélaga, nú eða í sjónvarpinu.  Sú hlið púðans sem límist í fatnað er húðlituð og því er hægt að nota púðana í gegnsæjan fatnað.

Hvernig nýtast púðarnir og hvað gera þeir fyrir þig:

Koma í veg fyrir blettamyndun í fatnaði

Fatnaður getur dregið í sig svitalyktaeyða og þá vilja blettir myndast. Þetta gerist ekki með notkun púðanna.

Þú þarft ekki að skipta jafn oft um t.d. skyrtu og/eða setja fatnað í þvottavél/hreinsun með notkun púðanna.

Þú getur t.d. farið úr jakkanum í veislunni, vinnunni, á fundinum eða við hvaða tækifæri sem er því þú veist að enginn blettur hefur myndast.

Þú getur tekið púðana úr þegar þér hentar.

oui

Svitalykt mun ekki festast í fatnaðinum eins og vill gerast þrátt fyrir ítrekaðan þvott.

Fyrir hvern er varan?  Fyrir konur og já strákar, fyrir ykkur líka.  Fyrir alla sem svitna eða þá sem vilja forðast mögulega blettamyndun í fatnaði.  Púðarnir fast nú í verslunum 10-11 á höfuðborgarsvæðinu. Væntanlegt í verslanir Hagkaups Eiðistorgi, Garðabæ, Skeifunni og Akureyri eftir helgina.

Hér getur þú fundið facebook síðu Oui Oui

SHARE