Svona áttu að þvo þér um hárið! – Myndband

Sú einfalda athöfn að þvo sér um hárið er eitthvað sem að ætti að vera auðvelt fyrir okkur eftir öll þessi ár, en þú gætir verið að gera það á rangan hátt.

Maria Del Russo segir okkur hér frá nokkrum atriðum sem við gætum verið að gera rangt og hvað við eigum að gera til að hárþvotturinn verði betri.

1. Bleyttu hárið vel með vatna áður en þú byrjar að setja sjampó í það. Passaðu síðan að hreinsa það allt vel úr til að koma í veg fyrir að sjampó safnist upp í hárinu.

2. Forðastu að  setja hárið allt í einn haug efst á hausnum til að koma í veg fyrir flækjur og hnúta.

3. Farðu varlegum höndum um hárið og notaðu fingurgómana, ekki neglurnar til að nudda hársvörðinn.

4. Það er engin þörf á að þvo, hreinsa og endurtaka í hvert sinn sem þú þværð þér um hárið, nema hárið á þér sé mjög skítugt.

5.  Þvoðu þér sjaldnar um hárið, tvisvar í viku er nóg þar sem að olíurnar í hársverðinum eru góðar fyrir háríð.

6. Konur með krullað, þykkt eða þurrt hár ættu að þvo það með hárnæringu frekar en sjampói þar sem að mörg sjampó innihalda sterk efni eins og til dæmis súlfat sem dregur rakann úr hárinu.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”myyZyIMEZrY&list”]

Heimild

SHARE