Svona birtist snilligáfa einhverfunnar

“Við fyrstu sýn virðist Iris litla vera ósköp venjuleg 5 ára gömul stúlka sem elskar að dansa, mála og vera úti að leika sér” greinir móðir hennar, Arabella Carter Johnson, frá á heimasíðu sinni.

Þegar Iris var 2 ára gömul var hún greind með dæmigerða einhverfu sem lýsir sér í því að hún á erfitt með að mynda tengls við annað fólk, byrjaði seint að tala, tjáir sig lítið í orðum og skynjar heiminn á aðeins öðruvísi hátt en við hin. 

Listþerapía var eitt af þeim úrræðum sem foreldrunum var bent á eftir greiningu dóttur þeirra. Slíkt meðferðarform hentar sérstaklega vel ungum börnum sem hafa hvorki þroska né getu til að tjá tilfinningar sínar eða líðan með orðum.

Í meðferðinni fór fljótlega að bera á óvenjulegum hæfileikum Irisar á litum. Hún gjörsamlega heillaðist, pikkaði upp liti og ljósbrigði umhverfisins og blandaði af kostgæfni sjálf. Sérstaklega varð hún hrifin af litum vatnsins.  Að sögn móður hennar er hún ofureinbeitt og með óvenju mikið úthald þegar hún málar, og getur hún málað samfleytt í allt að 2 klst í senn heima hjá sér. Fimm ára gömul hefur Iris náð að skapa sinn eigin stíl ásamt því að ná ótrúlegum tökum á tækni, myndbyggingu og litablöndun.

Iris litla hefur vakið heimsathygli fyrir málverkin sín enda eru þau sannarlega einstök fyrir barn á hennar aldri og minna einna helst á impressíónísk málverk meistara Monet.

Svona birtist snilligáfa einhverfunnar.

Ljósmyndir: irisgracepainting.com

bluebells

kupros1

pitter-pat1

tumpty-tum

harvest-moon

kumbengo1

dance-to-the-oboe1

raining-cats1

SHARE