Myndbandið sem að við birtum á föstudag með henni Alejöndru skipulagsráðgjafa og líklega skipulögðustu konu heims sló í gegn.
(Hún var valin ein af fimm skipulögðustu einstaklingum Bandaríkjanna hjá HGTV.com árið 2013).
Í myndbandinu sýndi hún okkur sitt heimili og hvernig hún skipuleggur það niður í smæstu smáatriði. Hún viðurkennir alveg sjálf að vera haldin þráhyggju gagnvart skipulagi, svona líkt og aðrir eru haldnir þráhyggju gagnvart veiðimennsku eða fótbolta.
Það voru ansi margir sem veltu því fyrir hvort að hún ætti mann. Alejandra virðist hafa fundið skipulag og box fyrir mann í lífi sínu, þau eiga hinsvegar ekki börn, ekki ennþá en sennilega byrjuð að skipuleggja stað og stund.
Í meðfylgjandi myndbandi kennir hún okkur að brjóta handklæðin rétt saman, svo að þau líti út fyrir að vera nýkomin úr búðinni.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”63c5nDq2E-g”]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.