Hin 65 ára gamla Caitlyn Jenner sem margir þekkja betur sem Bruce Jenner hefur komið sér afar vel fyrir í nýju húsnæði hátt upp í hlíðum Malibu.
Húsið kostaði rúmar 460 milljónir íslenskra króna en það situr á fjögurra hektara landi.
Innanhússhönnuðurinn James Hernandez hannaði húsið nokkrum árum áður en Caitlyn flutti í þetta fjögurra herbergja glæsihýsi en James segir hún hafi nánast ekki breytt neinu.
Sjá einnig: Glæsikonan Jenner á nýjustu forsíðu Vanity Fair : „Ég heiti Caitlyn“
Sjá einnig: Sjáðu brot úr nýjum heimildarþætti um Caitlyn Jenner
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.