Þegar Kim Kardashian birtist á rauða dreglinum í bleikum latex kjól er hún óaðfinnanleg en fæstir hugsa þó út í það hvernig hún hafi komist í kjólinn.
Starfsmaður vefsíðunnar Cosmopolitan.com, Heeseung Kim tók sig til og klæddi sig upp í latex kjól en undirbúningurinn var aðeins lengri heldur en hún bjóst við.
Sjá einnig: Kim Kardashian: Sjóðheit í latex kjól komin þrjá mánuði á leið
Áður en hún fór í kjólinn þurfti hún að gera eftirfarandi:
- Mæla þurfti 11 hluti á líkamanum hennar
- Þurrhreinsa líkamann sinn
- Þvo á sér hárið
- Laga á sér neglurnar
- Raka sig að neðan en Kim Kardashian klæðist aldrei nærbuxum þegar hún er í latex kjólum
- Sleppa ilmvatni og svitalyktaeyði
- Kaupa latex hanska
- Kaupa sleypiefni – olíulaust
Þegar Heeseung hófst handan við að klæða sig í latex pilsið kom fljótt í ljós að hún gæti ekki klætt sig ein. Sem betur fer gat samstarfsmaður hennar aðstoðað hana en það tók dágóðan tíma.
Sjá einnig: Förðunarfræðingur Kim Kardashian gerir allt vitlaust!
Þrátt fyrir að endaútkoman þar sem Heeseung var orðin uppstríluð væri að hennar mati kynþokkafull leið henni ekki neitt sérstaklega vel þar sem hún var að stikkna úr hita.
Sjá einnig: Kim Kardashian heldur áfram að vera sjóðheit í gegnum meðgönguna
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.