Svona er matarræði Gisele Bundchen

Einkakokkur ofurfyrirsætunnar Gisele Bundchen og fótboltakappans Tom Brady sagði nýlega frá því hvernig matarræði þessara glæsilegu hjóna er háttað. Einkakokkurinn, Allen Campell, segir að þrátt fyrir að matarræði þeirra sé 80% grænmetisfæði þá séu hjónin mjög afslöppuð hvað það varðar. Hvað sem það getur nú þýtt – en Tom og Gisele forðast svo gott sem allt sem flestum finnst gómsætt. Ekkert hvítt hveiti fer inn fyrir þeirra varir, ekkert MSG, enginn sykur og ekkert glúten.

Sjá einnig: Gisele Bundchen og börn hvetja sinn mann

2FD2482E00000578-3386165-image-a-7_1452033800582

2FD2A24100000578-3386165-image-m-27_1452036176231

Allen segir að þó að matarræði hjónanna snúist aðallega um grænmeti þá leyfi þau sér stöku sinnum magurt kjöt og quinoa. Hann er afar ánægður í starfi og segist hafa frjálsar hendur þegar kemur að eldamennskunni, en líkt og Gisele og Tom er Allen lítill aðdáandi sykurs.

Sykur veldur dauðsföllum.

2FD2482100000578-3386165-image-a-13_1452033841105

SHARE