1. Þú ert með litlar bungur á öxlunum eftir að hafa hengt peysuna þína upp á herðatré.
Litrík herðatré hressa kannski upp á fataskápinn þinn en þau fara illa með fötin þín. Þú þarft annað hvort að brjóta saman peysurnar þínar eða kaupa þér loðin herðatré sem halda fötunum á réttum stað á herðatrénu. Rúmfatalagerinn er til dæmis með mikið úrval af herðatrjáa.
2. Það sést í lykkjuna sem á að notast við til þess að hengja upp flíkina.
Þetta er ljótt og lítur subbulega út. Klipptu böndin einfaldlega af og til að undirstrika það sem kom fram í úrlausn númer eitt þá þarftu að brjóta fötin annað hvort saman eða að hengja þau á loðin herðatré.
3. Fylgdi belti með kjólnum?
Í 99% tilfella er það þannig að þegar annað hvort kjóll eða buxur eru seldar með belti innföldu þá líta hlutirnir í sitt hvoru lagi út fyrir að vera ódýrir. Hlutirnir voru því seldir saman til að blekkja kúnnan í að halda að hlutirnir saman hafi eitthvað virði. Þetta á sérstaklega við ef að beltið sem fylgir er mjótt og unnið úr gervi leður afgöngum. Þarna er best að kaupa sér gott belti og setja á flíkina í staðinn fyrir það sem fylgdi með.
4. Botninn á hælnum á skónum þínum datt af og núna heyrist eins og hestur gangi um.
Ódýrir skór með hæl eru oft holir að innan þá sérstaklega ef þeir eru þykkir hælarnir. Þegar botninn á hælnum eyðist þá fer að heyrast ógurlega hátt hljóð þegar þú tekur hvert skref sem bergmálast. Öll þess auka hljóð draga að sér mikla athygli svo nú eru allir að horfa á skóna þína sem eru líklegast orðnir þreyttir í útliti fyrst að botninn af hælnum er farinn af. Besta lausnin er að fara með skóna til skósmiðs og biðja hann um að setja nýja undirstöðu og yfirleitt er sá botn úr meira gæðum heldur en sá sem fylgdi með skónum.
5. Þunn bönd á kjólum sem eiga að halda mittisbeltum á réttum stað láta kjólinn líta út fyrir að vera ódýran.
Þessi bönd er einingis sett á kjólinn til þess að búðirnar geti látið beltin tolla á réttum stað þegar þau hengja fötin upp á herðatré. Annars myndu þessi belti ekki tolla á kjólunum þegar þeir eru á herðatrjánum. Endilega klippið af þessi bönd enda gegna þau litlum tilgangi þar sem beltið situr fast á þér þegar þú ert í kjólnum. Flestir ættu að vita hvar mittið á sér er og því algjör óþarfi að hafa þessi bönd á.
6. Þú gengur um klaufina á bakhlið jakkans ennþá saumaða saman.
Þessir litu þræðir sem mynda X aftan á jakkanum þínum eru ekki sérstakur útsaumur útpældur af hönnuðinum sem hannaði flíkina. Þetta er sett til þess að jakkinn sé ekki að krumpast að óþörfu á ferðalaginu frá verksmiðjunni í búðina og alveg inn í þinn fataskáp. Það að á að losa þetta X í burtu.
7. Krumpuð föt.
Allir ættu að kannast við krumpuð föt en sannleikurinn er að krumpuð föt líta illa út og láta þig líta út fyrir að vera óskipulagða, tuskulega og eiginilega bara lata/nn. Það getur tekið óratíma að strauja og gufa öll fötin þín svo besta ráðið er að hengja þau upp eftir notkun en það kemur í veg fyrir að þau verði krumpuð. Það gengur lítið að troða þeim inn í skáp sem er nú þegar troðfullur af öðrum krumpuð fötum. Komdu smá skipulagi á fataskápinn þinn svo það sé auðvelt fyrir þig að hengja eða brjóta saman fötin.
8. Þú gengur ennþá um með merkmiðann frá hönnuðnum á erminni.
Þegar keyptar dýrari tískujakkar, kápur eða jakkaföt þá er oft lítill miði saumaður neðst á ermina með nafni hönnuðarins. Þetta er ekki eitthvað sem á að vera á flíkinni. Flíkin er þá líklegast framleidd í verksmiðju sem gerir helling af svipuðum flíkum frá mismunand merkjum. Þessi miði er settur á fyrir fólkið sem býr til flíkina, pakkar henni, sendi hana með skipi og auðveldar skipulagið fyrir þau.
Tengdar greinar:
Hún lét eiginmann sinn velja föt á sig í heila viku
9 húsráð sem snúa að fötunum þínum
Leyfði 3 ára syni sínum að velja á sig föt
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.