
Lokakvöld söngvakeppninnar var haldin á laugardagskvöl á Rúv og eins og flestallir vita, mun VÆB fara út fyrir okkar hönd í Eurovision. Rúv hefur nú gefið út atkvæðin sem lögin fengu í símakosningu á öllum þremur kvöldunum, undanúrslit og úrslit.
Hér má sjá úrslit keppninnar:
Fyrri undanúrslit 8. febrúar – Símakosning almennings
- RÓA – VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%)
- Eins og þú – Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%)
- Frelsið mitt – Stebbi JAK: 8.853 (21,28%)
- Ég flýg í storminn – Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%)
- Norðurljós – BIA: 4.945 atkvæði (11,89%)
Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit.
Seinni undanúrslit 15. febrúar – Símakosning almennings
- Þrá – Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%)
- Eldur – Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%)
- Aðeins lengur – Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%)
- Flugdrekar – Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%)
- Rísum upp – Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%)
Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit.
Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig.
Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Atkvæði dómnefndar
- RÓA – VÆB: 74 stig
- Fire – Júlí og Dísa: 63 stig
- Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig
- Words – Tinna: 53 stig
- Like You – Ágúst: 45 stig
- Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig
Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur.
Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Símakosning almennings
- RÓA – VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) – 93 stig
- Set Me Free – Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) – 85 stig
- Fire – Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) – 74 stig
- Aðeins lengur – Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) – 39 stig
- Like You – Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) – 23 stig
- Words – Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) – 22 stig
Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir.
Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Dómnefnd og símakosning
- RÓA – VÆB: 167 stig
- Set Me Free – Stebbi JAK: 142 stig
- Fire – Júlí og Dísa: 137 stig
- Aðeins lengur – Bjarni Arason: 83 stig
- Words – Tinna: 75 stig
- Like You – Ágúst: 68 stig
Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.