Stundum klæja fingurnir af föndurþörf og þá er gott að geta gripið eitthvað sem er við höndina og hefjast handa. Kosturinn við að föndra laufblaðarósir er að tilkostnaður er enginn nema hressandi göngutúr utandyra við tínslu blaðanna.
Einnig má rífa í sundur eggjabakka og nota sem laufblöð, útkoman verður aðeins grófari en en býður einnig upp á að hægt er að mála blómin eftir á.
Það er um að gera að prufa og spreyta sig. Það geta allir lært að föndra með smá æfingu og þolinmæði, sérstaklega þegar hráefnið er ókeypis.
Hér eru nokkrar myndaseríur sem sýna ferlið í smáatriðum