Svona gerir þú túrmerik-mjólk

Túrmerikrótin hefur lengi verið notuð í Asíu til að vinna bug gigtarsjúkdómum og að efla ónæmiskerfið. Túrmerik er ein aðaluppistaðan í hefðbundnu karrý-kryddi en hægt er einnig að kaupa þurrkað og malað túrmerik eitt og sér.

Nú þegar hægt er að kaupa ferska túrmerik rót gefast nýjir möguleikar á að nýta rótina í mataræðið með fjölbreyttari hætti. Hægt er að nota ferskt túrmerik í smoothie og sjeika eða við bakstur.

„Golden Milk“ eða Gullin mjólk er talin bólgueyðandi og þess vegna góð fyrir liðina. Hún er dásamleg á köldum vetrardegi eða á kvöldin fyrir svefninn.

Uppistaðan í báðum myndböndunum er mjólk að eigin vali og annað hvort mulin eða fersk túrmerik-rót.

Leiðbeiningarmyndband fyrir Gyllta mjólk úr ferskri túrmerikrót

Leiðbeiningarmyndband fyrir Gyllta mjólk úr þurrkuðu túrmerik.

SHARE