Þróttmikill flutningur Madonnu á nýyfirstaðinni Grammy’s verðlaunahátíðinni hefur vart farið framhjá mörgum, en þar flutti poppdrottningin nýútkomið lag sitt – Living For Love.
Gárungarnir tóku hressilega við sér og einhver snillingurinn einangraði raddsvið stórsöngkonunnar, skrúfaði niður í hljóðfæraflutningnum og afraksturinn varð rödd Madonnu, án allrar hljóðblöndunnar, í beinni útsendingu á sviði. Tær og hljómmikil, óhljóðblönduð – bara Madonna, með raddböndin ein að vopni. Í beinum flutningi.
Hér má heyra ósnortið raddsvið Madonnu, óhljóðblandaða rödd hennar á sviði – þegar skrúfað hefur verið niður í tónlistinni – en í myndbandinu fyrir neðan má sjá opinbera útgáfu af laginu í fullri hljóðblöndun með melódísku undirspili.
Þess má geta að tæknin sem notast er við hér og aðferðafræðin nefnast „isolated vocals” og eru vel þekkt fyrirbæri:
Svona hljómar Madonna í alvöru – án hljóðblöndunar og undirspils:
http://youtu.be/tbazVKcxJ2E
Tengdar greinar:
Myndum af Madonnu ófótósjoppaðri var lekið á netið
Madonna berar á sér brjóstin í nýju viðtali
Madonna gefur fyrirvaralaust út sex ný lög á iTunes
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.