“Svona líta femínistar út” – Algengt er að femínistar séu gagnrýndir fyrir útlit

Svona líta femínistar út

Kelly Martin Broderick, nemandi við háskólann í Maryland fjallar um það í nýlegri ritgerð að það sé mjög algengt að konur, sem eru í yfirþyngd og yfirlýstir femínistar séu áreittar á stefnumótasíðum. Mynd af henni var stolið og hún sett á netið með andfemíniskum yfirlýsingum og andstyggðar athugasemdum um hana. Hér getur þú séð myndina og ummælunum sem bætt var við myndina.

Myndin af Broderick, sem starfaði áður sem förðunarfræðingur en er nú í námi í kynja- og kvennafræðum var birt á fésbók á síðu sem heitir „No hope for mankind“ og undir myndinni stóð  „Svona líta femínistar út“. Ekki stóð á viðbrögðunum og var margt ógeðið skrifað í athugasemdadálkana. Þar stóð m.a. þetta:

Þið þessar kellingar viljið alltaf standa eftir með pálmann í höndunum þegar þið skiljið, fá tvöfaldar barnabætur og hvað ekki?  Ég hef oft séð að konur stórefnast á því að skilja þegar þær eru búnar að sofa smátíma hjá einhverjum karli.

Hvað þarf marga femínista til að skipta um peru? Engan, því að femínistar laga aldrei neitt til sem er í ólagi.

Þær eru gamlar, reiðar, og einhleypar. Ef enn er einhver kynhvöt eftir ná þær sér í aðra skapilla lésbíu og fenínista og gera öllum lífið leitt.

Þegar maður les yfir þessar athugasemdir er maður enn fastari á þeirri skoðun að við þurfum á feministum að halda. Alltaf virðist fólk þurfa að fara út í kynlífssögu manneskjunnar, útlit og hjúskaparstöðu, eins og femínistar hafi eitthvað sérstakt útlit. Þú þarft ekki sérstakt útlit til að vilja jafnrétti, það er alveg á hreinu. Karlmenn eru femínistar líka við skulum ekki gleyma því.

Broderick reyndi árangurslaust að fá myndina tekna af fésbókarsíðunni og þá kom hún auga á að hér leyndist tækifæri.

Femínistar eru af öllum gerðum, stærðum, hafa mismunandi áhugamál, vinna margvísleg störf o.s.frv.

“Sá sem setti myndina af mér inn áttaði sig ekki á því að femínistar eru af öllum gerðum, stærðum, hafa mismunandi áhugamál, vinna margvísleg störf o.s.frv. Þess vegna sendi ég út áskorun til allra kvenna sem eru fenínistar eða styðja hugsjónir femínista að þær sendi síðunni „Svona líta femínistar út“ myndir af sér. Myndirnar eru farnar að streyma inn og ég vona að margar fleiri berist. Þessi reynsla hefur kennt mér, segir hún að ein illskeytt manneskja getur eyðilagt morguninn fyrir mér en að baki mér og allt um kring er heilt og stórt samfélag vina, fjölskyldu og femínista sem styðja mig.” Segir Kelly

Hér fyrir neðan er samansafn af myndum sem Kelly hefur fengið sendar.

 

Nýleg könnun á viðhorfum fólks til baráttu femínista leiddi í ljós að um það bil helmingur kvenna sem voru spurðar sögðust vera virkir femínistar og um það bil þriðjungur karla sögðust vera femínistar.

Konur sem hafa sent inn myndir láta gjarnan fylgja með athugasemdir eins og- við erum ekki einhverjir eindrangar, við erum margs konar og allar sérstakar. Þeir völdu ekki  réttan femínista til að leggja í einelti, segir Broderick.

SHARE