Svona lítur þá sjór út í smásjá. Myndin hér að neðan sýnir einn dropa af sjóvatni sem stækkaður hefur verið 25 sinnum og sýnir alla dýraflóruna sem býr í EINUM dropa af sjó.
Saltvatn er sem sagt ekki bara salt á bragðið – heldur iðar af litlum sjávardýrum og alls kyns gúmmilaði; bakteríum, ormum, hrognum, krabbaskít, iðandi margfætlum og fleiri kvikindum sem við kunnum ekki einu sinni að nefna á nafn. Myndina tók ljósmyndarinn David Liittschwager en svona bara til gamans, þá er hægt að lesa ALLT um lífríkið sem flögrar um í einum dropa af sjó hér
Sjósund, einhver … ?
Engin orð.
…. awww!