Norski listamaðurinn, margmiðlunarhönnuðurinn og fegurðarspegúlantinn Marius Vibe réðist fyrir skömmu í það einkennilega og jafnframt áhugaverða verkefni að kryfja til mergjar og finna svar við þeirri áleitnu spurningu hvernig hin „fullkomna” kona líti út.
Svarið taldi Marius vera að finna í töluriti Maxim frá árinu 2011, þar sem átta „fegurstu konur heims” var að finna:
Marius hóf tilraunina – sem fól í sér að finna svarið – á því að myndvinna og sameina tvö og tvö andlit í einu.
Hér má sjá samruna Rosie Huntington-Whiteley og Natalie Portman.
Olivia Munn og Anne Hathaway
Bar Rafaeli og Katy Perry
Mila Kunis og Cameron Diaz
Því næst hóf Marius handa við að myndbreyta öllum samsetningunum og setja í eina heild. Nú má sjá hvernig hann fikraði sig áfram hér að neðan:
Marius skeytti nú Bar og Katy saman við Rosie og Natalie
Anne og Olivia runnu því næst saman við Mila og Cameron.
Lokaniðurstaðan varð svo þessi ímyndaða kona:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.