Þriðji áratugurinn var alveg yndislegt tímaskeið í sögu tískunnar. Klæðin tóku að vera aðsniðin aftur og kvenlegri en á öðrum áratugnum og glitta tók í berar axlir, stinna magavöðva og rómantískar, aflíðandi sniðlínur. Karlatískan varð örlítið dramatískari og fékk á sig dimman ljóma.
Sjá einnig: Brjáluð tíska: Ógeðslegi sundbolurinn er nær uppseldur!
Ímyndunaraflið stóð ekki heldur í vegi fyrir fatahönnuðum þess tímaskeiðs, en í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig tískumógúlar þriðja áratugs síðustu aldar ímynduðu sér hvernig tískan yrði eftir sjötíu ár og einhvern veginn vildum við óska að þeir hefðu haft rétt fyrir sér …
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.