Þetta er rosalega girnilegt frá henni Berglindi á Gotterí og Gersemum.
Sykurpúðakakó
(3-4 bollar eftir stærð)
- 5 dl mjólk
- 1 dl rjómi
- 1 msk púðursykur
- 60 gr suðusúkkulaði
- 1 msk bökunarkakó
- ½ msk smjör
- Mini sykurpúðar
Setjið allt nema sykurpúðana í pott og hitið á meðalháum hita þar til vel blandað/bráðið og hrærið vel í allan tímann. Hellið síðan um ½ bolla kakó, setjið sykurpúða á milli, svo aftur kakó og aftur sykurpúða og njótið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.