Fyrirsögnin hljómar brjálæðislega ekki satt? En þetta er stórskemmtilegt og vekur mikla lukku í grillveislunni. Svo má taka hugmyndina enn lengra og kveikja í skykurpúðunum ef það er ekki verið að grilla, en bara passa að blása á þá áður en einhver bítur í þá!
Þá er það fyrsta skrefið, byrja á að taka smá úr miðjunni á sykurpúðunum.
Má alveg borða það í staðinn fyrir að henda!
Pakki af uppáhalds litnum þínum af Jello
170 ml vatn
170 ml vodka
1 stór poki af sykurpúðum
Grillpinnar
Bacardi 151 ( ef þú ætlar að kveikja í þeim beint)
- Takið úr miðjunni af sykurpúðunum
- Blandið saman Jello, vatni og vodka
- Kælið í ísskáp í stutta stund, það ætti að vera enn fljótandi þegar það er sett í miðjuna á sykurpúðunum. Best er að nota sprautu til að setja í púðana svo að liturinn sullist ekki út um allt. Setjið svo herlegheitin inn í ísskáp og látið kólna þar til að Jello-ið er orðið stíft.
Þetta er skemmtileg viðbót við veisluna hvort sem Jello-skotið er borið fram beint til að borða eða grillað.