Syndsamlega gott kjúklingasalat

Þetta ótrúlega ljúffenga salat kemur af matarblogginu hennar Tinnu Bjargar. Stórfínt í bumbuna eftir að kjöt- og súkkulaðiátið síðustu daga. Úff. Ég legg til að þú fylgist með blogginu hennar Tinnu á Facebook – uppskriftirnar hennar eru hver annarri girnilegri.

Sjá einnig: Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó

1920249_10152222702677453_1375923839_n

Syndsamlega gott kjúklingasalat

1 dl sykur

1 dl balsamik edik

3 msk majónes

1 dós sýrður rjómi

3 kjúklingabringur

salt

svartur pipar

1 bréf beikon

1 rauðlaukur

1 krukka fetaostur

1 og 1/2 dl kasjúhnetur

100-130 gr klettasalat

  • Sjóðið sykur og balsamikedik í potti þar til sykurinn bráðnar og kælið. Hrærið majones og sýrðan rjóma saman í skál og bætið balsamikblöndunni við.
  • Saltið og piprið kjúklingabringur og steikið þær í ofni við 170° í 40-50 mínútur. Skerið bringurnar í bita og látið kólna.
  • Skerið beikon í bita og steikið á pönnu eða í ofninum með kjúklingabringunum.
  • Saxið rauðlauk smátt, hellið olíu af fetaosti og blandið saman í skál ásamt kjúklingabitum, beikoni, kasjúhnetum og klettasalati. Hrærið balsamikediksósunni saman við salatið.
  • Ég kýs að steikja kjúklingabringurnar frekar heilar í ofni en að steikja þær í bitum á pönnu því þá verða þær síður brasaðar, stökkar og þurrar. Beikonið finnst mér betra að steikja á pönnu því mér finnst það verða svolítið eins og gúmmi þegar það er eldað í ofni.

Algjört hnossgæti – verði ykkur að góðu!

 

 

SHARE