Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Það er eitthvað við sataysósu. Einhverjir töfrar. Hnetusmjörskeimur. Milt chilibragð. Lyktin. Áferðin. Ég gæti makað henni á allt sem ég borða. Hellt henni út á morgunkorn þess vegna. Of langt gengið?

Jæja, þetta salat er að minnsta kosti alveg stórkostlega ljúffengt. Algjört hnossgæti. Samkvæmi fyrir bragðlaukana.

Sjá einnig: Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling

IMG_1925

Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

3-4 kjúklingabringur
1 krukka sataysósa frá Blue Dragon
1 poki spínat
kúskús (ég nota kúskús sem búið er að bragðbæta með sólþurrkuðum tómötum)
1 box kirsuberjatómatar
1/2 gúrka
1/2 rauðlaukur
1 avacado
1 paprika
1/2 – 1 krukka fetaostur (notist eftir smekk)
2-3 vænar lúkur af salthnetum

IMG_1870

IMG_1877

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Setjið olíu á pönnu og steikið bitana við vægan hita í fáeinar mínútur. Saltið og piprið. Því næst er 5-6 matskeiðum af sataysósu skellt á pönnuna. Leyfið kjúklingabitunum að malla í sósunni í dágóða stund.

Grænmetið er saxað og kúskús-ið útbúið samkvæmt leiðbeiningunum sem því fylgja.

IMG_1887

Hellið öllu spínatinu í eldfast mót og dreifið kúskús-inu vandlega yfir.

IMG_1898

Grænmetinu er skellt í mótið þar á eftir.

IMG_1941

Að lokum: vel maríneraðir sataykjúklingabitar, fáeinar lúkur af hnetum og glás af fetaosti.

Voilá, ljúffengt salat sem tekur enga stund að útbúa.

IMG_1962

IMG_1970

Salatið svínvirkar bæði í fínustu matarboð og fyrir letikast á sófanum heima. Klikkar einfaldlega aldrei.

Ég mæli eindregið með því að þú prófir.

Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.

Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.

SHARE