Tælensk kjúklingasúpa
1 msk grænt Thai currypaste
2 miðlungsstórir gulir laukar, skorin í þunnar sneiðar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 þurrkað limeblað (eða börkurinn af 1 lime)
1 líter vatn með kjúklingakrafti í
150 g kjúklingakjöt sem búið er að skera í strimla og steikja á pönnu
hnefafylli af rísnúðlum
1 dl létt kókosmjólk
1 hnefafylli af ferskum kóriander
salt og pipar
Þykkbotna pottur er hitaður á hellu og currypaste-ið léttsteikt (30 sek), setja útí lauk, hvítlauk, limeblað og smávegis af kjúklingakraftinum. Leyft að sjóða í 5 mín eða þartil laukurinn er orðin mjúkur.
Leggið í kjúklinginn, hellið við afganginum af kraftinum og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo núðlurnar út í og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur (ca þann tíma sem núðlurnar þurfa til að fullsjóðast). Takið pottinn af hellunni, veiðið uppúr þurrkuðu limeblöðin (ef þau voru notuð) og bætið við kókosmjólkinni, kóríander og saltið og piprið að smekk.