Svo þú hélst að Tinder væri bara fyrir mannfólkið? Gleymdu því! Nú er komið á markað ansi handhæg viðbót sem ber nafnið Tag a Cat og er ætluð fyrir kattaeigendur. Til að deila myndum af kisum. Og koma á stefnumóti. Milli katta.
Þetta er einhvern veginn svona viðbót:
Oh, ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að fara á alvöru Tinder deit og gæti bara hitt fólkið í nágrenninu sem er líka heima og hefur ekkert að gera nema taka myndir af kisunum sínum.
Einmitt. Þetta er þannig viðbót. Tag A Cat er í raun og veru Tinder fyrir ketti, en viðbótin gerir notendum kleift að deila og bera saman bestu ljósmyndirnar sem þeir hafa tekið af köttunum sínum. Með öðrum kattareigendum. Í nágrenninu.
Reyndar er viðbótin einungis fáanleg fyrir iPhone notendur og sennilega ekki í mikilli notkun á Íslandi, þar sem lítið sem ekkert hefur verið fjallað um málið til þessa. Engu að síður er aldrei að vita nema Tag A Cat nái fótfestu hér á landi bráðlega og því um að gera að hefja símann á loft, smella af nokkrum skotum og deila gegnum símann.
Alla vega; notendur geta vingast við aðra gegnum viðbótina og fylgst með fréttaveitu viðkomandi. Líkað við og skrifað athugasemdir við deilingarnar. Viðbótin býður líka notendum að leita að hinni fullkomnu pörun eftir skapgerð; geðvonsku, gleði, svefndrunga eða jafnvel undrun!
Smellið HÉR til að krækja í Tag A Cat!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.