Við höfum öll smakkað Pågen Gifflar snúðana. Sennilega verslað fleiri poka en við kærum okkur um að muna. Æ, þessir snúðar sko. Að bíta í einn mjúkan. Finna hann bráðna á tungunni. Hvílík syngjandi sæla. Alsæla.
Nú er aldeilis tilefni til þess að versla sér poka. Eða tvo. Það eina sem þú þarft að gera er að deila stórskemmtilegri mynd af Pågen snúðunum á Instagram og nota myllumerkið #SnudarnirMinir – þá ertu komin/n í pottinn.
Í aðalverðlaun eru 100.000 krónur en vikulega eru dregnir út veglegir aukavinningar. Í aukavinninga eru meðal annars bíómiðar, árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og fjölskyldukort í Smáratívolí fyrir fjóra.
Það er því til mikils að vinna og um að gera að næla sér í snúðapoka og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Við hérna á hun.is munum taka virkan þátt í leiknum og leyfa ykkur að fylgjast með honum hérna á vefnum og á Instagram.
Hægt er að finna okkur á Instagram undir hun_insta.
Hérna finnið þið leikinn á Facebook – þar er hægt að kynna sér leikinn betur og sjá myndirnar sem hafa borist.
Jæja, allir út í búð. Kippa með sér poka af Pågen. Og upp með myndavélina.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.