Talaðu fallega um þann sem þú þolir ekki – Magnað myndband

Elsta trixið í bókinni felur í sér öfuga sálfræði og er stórskemmtilegt. Það felur í sér að tala vel um þann einstakling sem fer hvað mest í taugarnar á þér og felur í sér ákveðna sjálfsheilun, kemur á hugarró og er einkennilega nærandi fyrir sálartetrið. 

Enda hermir þjóðsagan að fólk með ólíka persónuleika orki oft eins og segull á hvert annað og þær eru ófáar, rómantísku kvikmyndirnar sem hafa gert út á einmitt þetta gamla bragð; að leiða gerólíka einstaklinga saman sem oft hatast í upphafi en fallast í faðma áður en langt um líður, gjarna báðum aðilum til ómældrar og ljúfsárrar gremju.

En svona í alvöru talað. Hvað eiga dellumyndir sem ganga út á hamingjusöm endalok og eilífa ást sameiginlegt með hinum gráa hversdagsleika? Gerist nokkru sinni eitthvað þessu líkt í hinni daglegu veröld? Undir hvaða kringumstæðum gætir þú unnið bug á andúð í garð annarrar manneskju, hvað þá að þróa jákvæðar tilfinningar í garð þeirrar sömu?

Bandarísku Blaðsíðustúlkurnar – eða Page Girls eins og þær útleggjast á frummálinu – brugðu á stórskemmtilegan leik fyrir skömmu, sem þær festu á filmu og birtu á vefsíðu sinni. Leikurinn var í raun ákveðið rannsóknarverkefni sem snerist um að finna svörin við ofangreindum spurningum. 

Reglurnar voru svohljóðandi: 

  • Sá einstaklingur sem var tekinn til umfjöllunar varð að vera af því kyni sem viðkomandi laðast að.
  • Þáttakendur máttu BARA segja jákvæða hluti.
  • Algert skilyrði var að fara með rulluna á bar, umkringdur öðrum þáttakendum, yfir glasi.

 

Skemmtilegt, ekki satt? Og virkar! 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”A86oU5S5QqQ”]

 

SHARE