Ef þig langar í vel kryddaðan mat er líklegt að þú sért hrifin af indverskum mat. Í honum er yfirleitt mikið karrí, túrmerik,erik, kardemómur og allrahanda.
Margir Indverjar borða bara grænmeti og fyrir þá sem eru að hugsa um að borða meira af grænmeti eða einungis grænmeti er margt að sækja í indverska marargerð.
Grillaðir humarhalar
Efni:
3/4 bolli fitusnauð jógúrt
1/4 bolli kóríander
2 matsk. ólívuolía
2 matsk. nýr límónusafi
4 tsk. saxað nýtt engifer
1 rif saxaður hvítlaukur
2 tsk. indverskt karrí
2 pund humarhalar, teknir úr skelinni og hreinsaðir
Aðferð:
Setjið jógúrt, kóríander, ólívuolíu, límónusafa, engifer, hvítlauk og karrí í skál og blandið vel. Setjið humarinn í plastpoka og hellið „jafningnum“ út í, hreyfið til svo að allt blandist vel. Lárið humarinn bíða svona a.m.k. í 15 mín. Þræðið humarhalana upp á tein og grillið við miðlungshita í 5 mín. eða þar til humarinn er orðinn glær. Berið límónu fram með humrinum og skreytið með kóríander.