Kjúklingur, tandoori paste, kryddi og helmingur af jógúrtinni hrært saman í skál kjúklingnum bætt útí og passa að hann sé allur þakinn í kryddleginum. Gott að láta standa í svolítinn tíma.
Kjúklingalundirnar eru grillaðar á útigrilli eða steiktar á grillpönnu.
Grænmetinu og kjúklingnum raðað fallega á disk. 4 pappadums skífur eru settar á disk í örbylgjunni og steikar á HIGH í um 30 sec. eða þar til þær púffast út, já, ég sagði púffast. Endurtekið þar til allar eru steiktar.
Restinni af jógúrtinni er hrært saman með myntusósunni (er til frá, Den Gamle Fabric) og borin fram með salatinu ásamt Mangó chutney. Ef þú færð hana ekki er fínt að saxa ferska myntu útí og setja örlítinn sykur með.
Verði þér að góðu 🙂
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.