Öll vitum við að veitingastaðir eru misvel sóttir, nýir birtast og aðrir hverfa af sjónarsviðinu. Svo eru aðrir sem lifa við góðan orðstýrr svo árum og áratugum skiptir. Það er ekki að ástæðulausu að Tapas-barinn heldur nú uppá 13 ára afmæli sitt um þessar mundir. Tapas-barinn er einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar. Þar kemur margt til. Notalegt andrúmsloft, frábær matur, verði stillt í hóf og frábær þjónusta.
Sjálf afmælisveislan er haldinn 21. og 22. október, með sérstökum tilboðsverðum þar sem 10 vinsælustu tapasréttirnir eru aðeins á kr. 590.- hver réttur, Spænskt Cava glas á 490, kr Peroni bjórinn á kr. 590.- og léttvínsglasið á kr. 690.- Svo fá allir sneið af hinni margrómuðu og ljúffengu súkkulaðitertu Tapas í eftirrétt.
Í fyrra á 12 ára afmælinu komu um 2000 gestir á meðan hátíðin stóð. Að vanda heldur Tapas-barinn uppá afmælið á veglegan hátt með frábæt happdrætti fyrir alla þá sem koma í heimsókn fram að og yfir afmælisdagana. Til að taka þátt í happdrættinu er nóg að líta við og fylla út happdrættismiða á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að fá sér að borða.
Vinningarnir eru sérstaklega veglegir eins og síðustu ár. Fyrsti vinningur er Draumaferð í eina viku fyrir tvo til Teneriefe þar sem allt er innifalið (All inclusive). Verðmæti ferðarinnar er um 400.000.- krónur. Annar vinningur er 1 stk. I-Pad2 og síðan fjöldi góðra og skemmtilegra vinninga svo sem námskeið í salsa-dönsum, út að borða og nokkrir heilir kassar af eðalvínum.
Það má enginn láta 13 ára afmæli Tapas-barsins framhjá sér fara. Bara mæta. Fylla út happdrættismiða og hver veit nema heppnin sé á næsta leiti?
Við óskum Tapas til hamingju með 13 ára afmælið og hvetjum lesendur til að heimsækja Tapas-barinn og taka þátt í hátíðinni sem stendur til 22. október.