Þú gætir notað þennan klassíska gríska mat t.d sem forrétt í veislu með því að bera salatið fram á nýjan hátt. Þú setur salatið í tartalettur og berð það þannig fram. Við mælum með að nota báðar tegundirnar ostana en auðvitað er alveg nóg að nota bara aðra.
Efni:
1 pakki tartalettur
140 gr. frosið spínat
1/8 bolli feta ostur (brotinn í litla bita)
1/8 bolli geitaostur (brotinn í bita)
1/4 bolli valhnetur (saxaðar og ristaðar)
1/8 tsk. múskat (notið nýtt múskat ef það fæst! )
rifinn börkur af hálfri sítrónu
Salatið nægir í 15 tartalettur
Aðferð:
Bregðið spínatinu ofan í sjóðandi vatn í u.þ.b. 2 mín. Takið það úr vatninu og látið kólna. Saxið spínatið ( ekki smátt). Blandið ostum, hnetum, múskati og sítrónuberki saman við spínatið (best að‘ nota gaffal til að blanda). Fyllið tartalettur með salatinu og setjið á ofnplötu. Hitið við 180 ⁰ í 8-10 mín.
Berið fram og njótið vel!