
Heilbrigðisyfirvöld í Ríó rannsaka ástæður andláts hinnar 23 ára gömlu Önu Benevides. Ana hneig niður á miðjum tónleikum Taylor Swift en talið er að rekja megi það til þess hve heitt hefur verið í borginni. Í gær mældust þar 59 gráður.

Á myndböndum sem dreifast nú um veraldarvefinn má sjá hvernig Taylor sjálf var í vandræðum með öndun á meðan tónleikunum stóð.

Tónleikahaldarar hafa legið undir þungu ámæli og gestir segja að bannað hafi verið að taka með sér vatn á flöskum.Brasilíu yfrivöld hafa nú gefið út þær tilskipanir um skipuleggjendur viðburða eru skyldaðir til að tryggja aðgengi að drykkjarvatni. Flavio Dino dómsmálaráðherra segir algerlega óásættanlegt að fólk kveljist, falli í yfirlið eða deyi jafnvel af vatnsskorti.