Taylor Swift sendir gagnrýnendum og Gróu á Leiti fingurinn í nýútkomu myndbandi við smellinn Blank Space og skýtur föstum skotum að þeim sögusögnum að hún sé „stjórnlaus í einkalífinu” og að þó hún lifi hátt með öllum sínum elskhugum geti hún ómögulega haldið tilfinningasambandi á lífi þar sem hún sé svo þurfandi og leiðinlega tilfinningasöm.
Sjálf segir Taylor í viðtali við Morning Mash að lagið hafi byrjað sem saklaus brandari sem endurspegla átti hvernig almenningur slúðrar um einkalíf hennar:
“Then she gets her heart broken because they leave and she’s jilted so she goes to her evil liar and writes songs about it for revenge.”
Taylor, sem nýlega afturkallaði alla útgefna tónlist sína af tónlistarvef Spotify vegna ágreinings um höfundarréttalaun, er glæst í sviðsmyndinni og snæðir morgunmat með hvítum ketti inn í hjónarúmi, fer í reiðhjólatúr milli herbergja og grípur meira að segja í málningarpensla …
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.