Þessar eru æðislegar!
Gefið þeim nú eitt like á Matarlyst
Hráefni
400 g smjörlíki við stofuhita, EÐA ….til helminga 200 g smjörlíki og 200 g smjör við stofuhita.
400 g sykur
6 egg
900 g hveiti
2 msk lyftiduft
3-3½ dl mjólk
2 tsk vanilludropar
200 g kókosmjöl
300 g súkkulaðidropar eða suðursúkkulaði saxað.
Börkur af 1 appelsínu raspaður fínt
Aðferð
Vinnið saman smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst, bætið einu eggi í einu út í hrærið vel á milli. Bætið út í mjólk og vanilludropum. Blandið þurrefnum saman og bætið út í, vinnið saman í skamma stund. Bætið í lokin út í súkkulaði, kókosmjöli og appelsínuberki látið vélina ganga á lægsta hraða í örskamma stund.
Hitið ofninn í 180 gráður blástur
Setjið bökunnarpappír á ofnplötur, mótið tebollur ég miða við 1 væna matskeið.
Bakið í u.þ.b 15 til 20 mín fer eftir ofnum.
Geymið í frysti, þær eru fljótar að þiðna.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!