Tenging á milli bólusetningar fyrir Covid-19 og andlitslömunar/Bell’s Palsy

Vísindamenn hafa komist að því að COVID-19 bólusetning tengist aukinni hættu á andlitslömun, en hættan er sérstaklega mikil innan 28 daga frá því að manneskjan fór í bólusetningu.

Andlitslömun, einnig þekkt sem Bell’s palsy, leiðir til tímabundins máttleysis eða lömunar í andlitsvöðvum, svo annar helmingur andlitsins verður lamaður. Þrátt fyrir að nákvæm orsök sjúkdómsins sé ekki þekkt, telja sérfræðingar að ákveðnar veirusýkingar, ónæmiskerfið eða bólusetning geti verið hugsanlegar kveikjur.

Þrátt fyrir að klínískar rannsóknirnar við þróun COVID-19 bóluefna hafi ekki leitt í ljós alvarlegar aukaverkanir, hefur komið í ljós ójafnvægi í tíðni andlitslömun meðal bólusettra einstaklinga samanborið við það sem almennt þekkist. Þetta varð til þess að vísindamenn gerðu umfangsmikla rannsókn þar sem yfir 44 milljónir sjúklinga í Suður-Kóreu tóku þátt, til að kanna hættuna á andlitslömun meðal einstaklinga sem bólusettir eru gegn COVID-19.

Rannsakendur skoðuðu heilsuupplýsingagagnagrunn einstaklinga sem fengu fleiri en einn skammt af COVID-19 bóluefninu og greindust síðan með andlitslömun innan 240 daga eftir bólusetningu.

Rannsóknin leiddi í ljós 12% aukningu á hættu á að fá Bell’s Palsy á fyrstu 28 dögum eftir bólusetningu, óháð því hvaða bólusetningu þau fengu.

Heimildir: Medical Daily


Sjá einnig:

SHARE