Samkvæmt aldafornri austurlenskri speki er almennt heilsufar líkamans talið vera samtvinnað hugarfari einstaklingsins og almennri líðan. Þessi nálgun á mannslíkamann er stundum kölluð heildræn nálgun.
Rithöfundurinn Louise L. Hay er einna þekktust í vestræna heiminum fyrir að fjalla um þessa heildræna nálgun í bókum eins og „You Can Heal Your Life“ en árið 2008 höfðu yfir 35 miljón eintaka selst af bókinni um allan heim.
Samkvæmt þessari speki eru mismunandi líkamshlutar táknrænir fyrir ólíkar áherslur í lífinu. Ójafnvægi og sársauki í tilteknum líkamshlutum eru samkvæmt hugmyndafræðinni tengd viðhorfi einstaklingsins, tilfinningum og hugsunum.
Þótt þetta séu ekki læknavísindi er þetta forvitnileg nálgun sem áhugavert er að máta sig við.
Á þessari mynd má sjá stutta samantekt yfir hvað líkamshlutar í ójafnvægi eru táknmynd fyrir. Ritstjórn Hún.is tekur ekki efnislega afstöðu til þeirra upplýsinga sem birtast í þessari grein.
Líkamshlutar og táknmynd þeirra:
Háls
-Neitar að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þrjóska. Ósveigjanleiki.
Axlir
– Tákna lífsviðhorfið og hæfileikann til þess að vinna úr lífsreynslunni. Lífið getur verið ákveðin byrði að bera og hægt er að hafa áhrif á þessa líðan með viðhorfsbreytingu.
Hryggjasúla:
– Táknar almennan stuðning í lífinu rétt eins og hryggjarsúlan styður líkamann.
– Efri hryggur táknar skort á tilfinningalegum stuðningi. Tilfinningin að vera óelskuð. Að útiloka ást.
– Mið hryggur táknar skömm og stöðnun.
– Neðri hryggur táknar ótta við peninga og skort á fjárhagslegum stuðningi.
Olnbogar:
– Tákna breytingar og að takast á við nýjar áskoranir.
Úlnliðir:
– Tákna flæði, sveigjanleika og framvindu.
Mjaðmir
– Ótti við að taka stórar ákvarðanir. Að hafa ekkert fyrir stafni og engin markmið.
Hné
– Hér býr stoltið og egóið. Að geta ekki beygt sig, eiga erfitt með auðmýkt. Ótti við að detta af stalli.
Ökklar
– Tákna hæfni til þess að taka á móti gleði og lífsins lystisemdum.
Líkþorn
– Skortur á lífsgleði til að mæta nýrri reynslu í lífinu.
Sjúkdómseinkenni og táknmynir þeirra:
Gigt
– Upplifir sig óelskaða. Gagnrýni, dómharka, eftirsjá.
Beinbrot
-mótþrói og uppreisn gegn yfirvaldi.
Belgbólga
– bæld reiði
Bólga
– ótti. „að sjá rautt“
Liðverkir
– liðir tákna sveigjanleika og hæfnina til þess að ganga í gegnum breytingar viðstöðulaust.
Jafnvægisskortur
– óregluleg hugsun. Athyglisbrestur
Sciatica (settaugarbólga)
– Dómharka. Ótti við peninga og framtíðina.
Kviðslit
– Óákveðni. Að upplifa sig stuðningslausan í lífinu.
Tognun
– Að vilja ekki fara í ákveðna átt í lífinu. Mótstaða við framvinduna. Reiði.
Stirðleiki
– íhaldsamur og þver hugsunarháttur
Þróttleysi
– þörf fyrir andlega hvíld
Heimild: TheMindUnleashed.org