Tengsl við nýburann – Þór gefur góð ráð

Var að lesa grein í Fréttatíma dagsins um námskeið sérfræðinga sem eiga í vandræðum með nálgun nýbura sinna sem er skelfilegt.

Ég hef aðstoðað í nokkrum svona tilfellum og gefist vel en það þarf að gera sér grein fyrir því að nýburar eru alskyggn og skynja því allt í kring um sig sérstaklega skrautlega liti sem nóg er af hinum megin.

Nánustu ættingjar viðkomandi hafa ekki gert sér grein fyrir meintum skaða sem þau valda með því að sprella fyrir aftan foreldra sem eru að reyna að ná augn- og snertisambandi við börnin sín í gleði sinni með foreldrunum.

Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að eins skyggn og nýburarnir eru, er tenging við móður sterk og hræðslumerki frá henni hafa áhrif á barnið strax sem skynjar það.                              

Góð æfing

Setjið sæng á gólfið og leggist sitt hvoru megin við það en ekki koma að því standandi þar sem svona „risar“ hræða barnið. Talið við það og hjalið mjúkum rómi og reynið alltaf að hafa tónhæðina mjúka og fremur lága um leið og þið strjúkið mallakútinn hendur og fætur og horfið brosandi beint framan í barnið.   Þið skuluð í huganum biðja ættingja sem eru farnir að fara frá og gefa ykkur rými.

Sófi er líka ágætur ef þið liggið þá á hnjánum hjá því en auðvitað þar barnið brjóst og ekki vera hrædd við það smá mjúk bakstroka frá pabba er ljúf á meðan.

Nýburi afneitar aldrei móður sinni þaðan sem uppspretta matar er og þær mæður sem upplifa sig óhæfar eigi ekki að verða mæður o.s. frv.leggist rólega fyrir milli mjalta og hafið barnið á bringunni öllum stundum og finnið hvernig tenging móður og barns eykst með hverjum deginum og best í svona tilvikum að aðstandendur gefi þessum gleðigjöfum 2-3 vikur í einrúmi að aðlagast börnunum.

Þær mæður sem þess óska geta kíkt á heimasíðuna í gestabók minni á www.thorgu.123.is og haft samband við mig thorgu@internet.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here