Charlotte Bateman er 49 ára gömul og er með tennur sem líta út fyrir að vera vígtennur. Raunin er að hún er með sjúkdóm sem lýsir sér í alvarlegri tannhaldsbólgu sem lætur tennur hennar skaga út og þrýstast fram. Ástand hennar var ekki sjúkdómsgreint fyrr en á árið 2011, þrátt fyrir írekaðar ferðir til tannlæknis síns. Í dag hefur hún loks unnið mál gegn tannlækni sínum og mun hann kosta leiðréttinguna á tönnum hennar. Hún var farin að skammast sín fyrir að fara út á meðal almennings og fannst henni erfitt að takast á við dagleg störf, vegna útlits síns.
Charlotte vinnur sem bakari sem sérhæfir sig í bakstri brúðarterta og var miður sín yfir að þurfa horfa framan í fólk í vinnu sinni.
Sjá einnig: Við vorum bæði búin að missa tennurnar“ – Jói og Gugga í sjónvarpsviðtali – Myndband
Eins og hún var áður: Charlotte var ávalt með beinar tennur á árum áður.
Eins og sjá má eru tennur hennar orðnar verulega skakka vegna sjúkdómsins og nú fær hún loks bættan þann skaða sem hefur orðið.
Sjá einnig: Slæmir siðir og tannheilsa
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.