Nú er ég orðin fær í flestan sjó og tel mig vera orðin algjöran veislukokk því ég er jú búin að „hrista“ út úr erminni tvo austurlenska rétti á innan við viku og slegið í gegn í bæði skiptin. Ég ákvað því að láta slag standa og gera einn í viðbót. Að þessu sinni varð Teriyaki kjúklingur fyrir valinu en þessi réttur er bragðmikill en það er hægt að nota fisk, naut, svín eða kjúkling í hann, fer bara eftir stemningunni.
Sjá einnig: Auðvelt Chow Mein
Hér er uppskriftin:
5 msk Blue Dragon Japanese sojasósa
1 poki Blue Dragon Teriyaki Stir Fry
2 msk púðursykur
4 kjúklingabringur – skornar í stóra bita
2 tsk hveiti
2 tsk ólífuolía
2 tsk ristuð sesamfræ
2 vorlaukar, niðurskornir
2 Tilda Basmati suðupokar
Aðferð:
Ég byrjaði á því að blanda saman sojasósunni og sósunni í pokanum og púðursykri í skál.
Sjá einnig: Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling
Ég setti svo sirka helminginn af blöndunni í plastboka og niðurskorinn kjúklinginn saman við, gott er að stinga göt á kjúklinginn með gaffli áður. Ég lokaði svo með klemmu og setti í ísskápinn í svona klst og þetta var þá svona fádæma girnilegt
Eftir um það bil 45 mínútur hófst ég handa við það sem átti eftir að gera, þ.e. að skera niður vorlauk og sjóða hrísgrjónin. Þá blandaði ég hveiti saman við smá vatn (2 tsk) og hrærði saman. Svo setti ég hinn helming marineringarinnar og hveitiblönduna á pönnu og hitaði þangað til það þykknaði aðeins. Svo náði ég í kjúllann og setti á pönnuna og eldaði hann í sósunni.
Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat
Svo einfalt var það! Ég setti svo sesamfræ og vorlauk yfir áður en þetta fór á borðið. Namm!!!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.