Teryaki kjúklingur með hrísgrjónum – Uppskrift

Teryaki kjúklingur með hrísgrjónum

1 poki af úrbeinuðum kjúklingalærum

Marinering:

Hàlfur Púrrulaukur
Hálf flaska Teryaki sósa frá Santa Maria
½ rauð paprika
3 hvítlauksgeirar
7 stórir baby Maísstönglar
1 tsk Piri piri krydd
1 tsk tandoori krydd
salt og pipar
2 cm af engifer

Rifið engifer og hvitlauknum nuddað inní kjúklinginn.

Allt sett í skál og leyft að marinerast eins lengi og tíminn leyfir. Fært yfir á wok pönnu og leyft að malla á meðalhita í 20 mínútur. Svörtum sesamfræjum dreift yfir allt ef vill.

 

Borið fram með Hrísgrjónum

SHARE