Teryaki kjúklingur með hrísgrjónum
1 poki af úrbeinuðum kjúklingalærum
Marinering:
Hàlfur Púrrulaukur
Hálf flaska Teryaki sósa frá Santa Maria
½ rauð paprika
3 hvítlauksgeirar
7 stórir baby Maísstönglar
1 tsk Piri piri krydd
1 tsk tandoori krydd
salt og pipar
2 cm af engifer
Rifið engifer og hvitlauknum nuddað inní kjúklinginn.
Allt sett í skál og leyft að marinerast eins lengi og tíminn leyfir. Fært yfir á wok pönnu og leyft að malla á meðalhita í 20 mínútur. Svörtum sesamfræjum dreift yfir allt ef vill.
Borið fram með Hrísgrjónum
Guðbjörg Berg er 27 ara sælkeri og matgæðingur uppalin á Álftanesi en býr í Reykjavík með litlu systur sinni, unnusta, tveimur Labrador hundum og ketti! Guðbjörg hefur þurft að bjarga sér við eldamennsku frá 17 ára aldri og hefur upp frá því bæði þróað sínar eigin uppskriftir og rétti og betrumbætt eldri uppskriftir. Hún leggur mikið uppúr einföldum, bragðgóðum og hollari uppskriftum sem ættu að henta öllum.