Tess Munster er ung kona sem allsstaðar kom að lokuðum dyrum þegar hún viðraði drauma sína. Að verða fyrirsæta – það var það eina sem hún vildi. En Tess var sögð bæði of lágvaxin og alltof þung. Hún passaði ekki inn í staðalímyndina og uppfyllti ekki kröfurnar sem þessi harði bransi gerir. Ófáir sögðu henni að láta drauma sína gossa og snúa sér að öðru. Hún ætti aldrei eftir að geta fetað þessa braut. Og hvað gera bændur þá? Halda heim á leið með hangandi haus? Láta aðra segja sér hvað þeir geta og geta ekki?
Nei, ekki Tess, sem nú gengur undir nafninu Tess Holliday. Frú Holliday er á góðri leið með að verða ein vinsælasta plus-size fyrirsæta í heimi samkvæmt bæði Vouge Italia og Refinery29. Tess er ötul talskona þess að fagna eigi þeirri staðreynd að konur komi í öllum stærðum og gerðum. Hún er forsprakki #effyourbeautystandard hreyfingarinnar sem sendir staðalímyndum samfélagsins löngutöng.
Þessi unga kona skrifaði nýverið undir samning við stóra fyrirsætuskrifstofu í Bretlandi, MiLk Model Management – en sá samningur kom til eftir að starfsmaður skrifstofunnar sá hana Instagram. Þar hefur Tess einmitt verið óhrædd við að birta af sér myndir. Og aldeilis sem það borgaði sig. Holliday er sú fyrsta í stærð 22 sem fyrirsætuskrifstofan hleypir inn fyrir sínar dyr.
Tengdar greinar:
Calvin Klein fyrirsæta í „yfirstærð“ veldur ótrúlegu fjaðrafoki
Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue
Munúðarfull Candice Huffine elskar að vera módel í yfirstærð
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.