Þetta verður þú að sjá, photoshop hefur aldrei hljómað jafnvel.

Í nýjasta myndbandi ungversku söngkonunnar Csemer Boglárka, betur þekkt sem Boggie er henni breytt úr fallegri venjulegri konu í photoshopað súpermódel. Boggie byrjaði barnung að syngja í söngvakeppnum, lærði klassískan söng og píanóleik og seinna fór hún að syngja djass. Hún segir lagið blöndu af poppi og djass. Lagið er sungið á frönsku, Nýtt ilmvatn og fjallar einmitt um konu sem neyðist til að beygja sig undir ímynd samfélagsins.
Í myndbandinu er Boggie ekki breytt í rauntíma en myndbandið er engu að síður áhugavert til að sýna hvernig photoshop er ítrekað notað til að breyta myndum og myndböndum áður en þau birtast augum almennings. En er það notað til hins ýtrasta í þessu myndbandi? mætti ekki ná sömu útkomu með förðun, hárgreiðslu og lýsingu?

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”sZwmo_2DOz0″]

SHARE