Chili er miklu meira en góð kássa
Þegar sagt er að chili- eða réttara sagt chili con carne (piparhulstur með kjöti á spænsku) – sé kjötkássa er álíka fráleitt og að segja að vatn sé vökvi. Chili er miklu meira en kássa. Það er frábær réttur ættaður frá Mexíkó og maður notar kjötafganga í það.
Chili er vinsælt bæði í suðurlöndum og löndum sem liggja norðar. Það er raunar þjóðaréttur Texas sem er auðvitað næsti nágranni Mexíkó. Kúrekarnir voru oft með efni með sér til að geta búið sér til chili við eldinn á kvöldin.
Hvað er þá í dæmigerðu chili? Þetta er í nærri öllum chili uppskriftum.
· Kjöt
· Tómatar
· Piparhulstur
· Hvítlaukur
· Laukur
Takið eftir að baunir eru ekki nefndar. Raunar eru samtök aðdáenda chili alfarið á móti því að baunir, hrísgrjón og annað fyllingarefni sé notað í chili. Ef þú ert að halda í kolvetnin við þig og heldur að þess vegna getir þú ekki borðað chili skaltu endilega endurskoða það viðhorf.
Hefðbundið Texas Chili
Fyrir 4 – 6
Í upphaflegri uppskrift fyrir chili var bara kjöt, chili pipar og krydd. Ekkert meira. Engir tómatar, grænmeti, hrísgrjón eða annað það sem maður tengir yfirleitt við réttinn. Kjötið, yfirleitt nautakjöt er skorið í litla bita.
Efni:
6 stk. af litlum, þurrkuðum rauðum chili pipar
4 mask. olía
1800 gr. nautakjöt skorið í bita ( t.d. innanlæri )
1-1/2 bolli nautakjötssoð ( kjötkraftur leystur upp í vatni)
1/3 bolli hvítlaukur, saxaður
1 laukur, saxaður
2 matsk. cumin
1 mask. oreganó
Salt
1/2 bolli piparhulstur
2 greinar nýtt kóríander
Aðferð:
1. Hleypið upp á chili hulstrunum, takið pottinn af hitanum látið þau bíða í vatninu ca. 20 mín. Á meðan er kjötið brúnað á pönnu og sjóðið í 7-8 mín. Ekki hella soðinu af.
2. Hellið chili hulstrum og vatni í blandara og látið hann vinna. Látið maukið í stóran pott ásamt kjöti og soðinu sem er á því. Látið krauma. Hellið kjötsoðinu út í og látið hvítlauk, lauk, krydd og kóríander út í. Látið suðuna koma upp og látið krauma í ca. 1 klst.