Lítið hefur heyrst frá Kardashian-fjölskyldunni eftir að þau tíðindi voru gerð opinber að Rob Kardashian og Blac Chyna hefðu trúlofað sig. Margir bíða spenntir eftir viðbrögðum en eins og aðdáendur fjölskyldunnar vita þá er nýja tengdadóttirin langt frá því að vera í uppáhaldi. Kærasti Kylie Jenner er sá eini sem hefur látið í sér heyra og kom það mörgum á óvart vegna tengsla hans við Blac, en þau eiga saman barn. Tyga hefur formlega lagt blessun sína yfir samband Chyna og Kardashian og lét eftirfarandi orð falla:
Það eiga allir skilið að vera hamingjusamir.
Sjá einnig: Hún hélt að Rob Kardashian og Blac Chyna væru hætt saman
Rapparinn lét gamminn geysa á Twitter:
Blac og Tyga á meðan allt lék í lyndi.