Það er orðið algengt í mörgum löndum að vera með myndavél í bílnum sem tekur allt upp sem gerist í umferðinni og er notað ef slys eða óhapp á sér stað og skera þarf úr um orsökina. Í Rússlandi eru fjölmargir bílar komnir með svona myndavél og hér er búið að taka saman mörg jákvæð og skemmtileg atvik úr umferðinni og setja saman í myndband.